Í dag er Föstudagur 24. nóvember 2017
Heim » Author Archives: Þráinn Guðbrandsson

Author Archives: Þráinn Guðbrandsson

Valur með annan fótinn í úrslitum eftir öruggan sigur á Fram

Valsmenn náðu 2-0 forystu í undanúrslitum Olísdeildar karla með sannfærandi tólf marka sigri á Fram í Vodafone höllini að Hlíðarenda í kvöld. Leikurinn var ansi jafn í fyrri hálfleik og munaði aðeins tveimur mörkum á liðunum í hálfleik, 9-7 fyrir Val, en heimamenn gáfu all svakalega í í síðari hálfleiknum og fögnuðu sannfærandi sigri. Sigurður Ingiberg Ólafsson byrjaði, það sem ... Lesa meira »

Guðmundur Helgi Pálsson: „Við tökum bara UFC á þetta“

Fram tapaði með átta mörkum gegn Val í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís deildar karla. Við heyrðum í Guðmundi Helga Pálssyni, þjálfara Fram eftir leikinn, sem sagði þetta hafa verið spennufall, ekkert annað. Það er ekki góð leið að byrja einvígið með átta marka tapi á heimavelli. Alls ekki, þetta var bara algjört spennufall sem við lendum í hérna. ... Lesa meira »

Valur tók forystuna með átta marka úti sigri

Valsarar tóku forystuna í undanúrslitum Olís deildar karla í kvöld með átta marka sigri gegn Fram í Safamýrinni, 31-23. Valsarar voru lengst af með fimm til sjö marka forystu, en skömmu fyrir hálfleik tókst Frömurum að minnka muninn í þrjú mörk, 15-12. Valsarar byrjuðu leikinn með að skora eitt mark, en það gekk annars lítið sóknarlega hjá liðunum, en staðan ... Lesa meira »

Afturelding tryggði sér áfram í undanúrslit í framlengingu.

Það þurfti framlengingu í seinni leik Selfoss og Aftureldingar í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar, en að henni lokinni var það Afturelding sem tryggði sér seinni sigurinn 31-33 og sæti áfram. Selfoss var með yfirhöndina í hálfleik, 12-10, og leiddi leikinn með einu marki þegar að tæp hálf mínúta var eftir af venjulegum leiktíma. Þá hélt Afturelding hinsvegar í sókn, og ... Lesa meira »

ÍBV hélt í annað sæti með eins marks sigri

ÍBV hélt í annað sæti Olís deildarinnar í loka leik deildarinnar, með eins marks sigri á Val, 30-29. Valur var með góð tök á seinni hluta fyrri hálfleiks og leiddi með sex mörkum í hálfleik, 18-12. ÍBV lifnaði þó við í seinni hálfleik og sigraði að lokum með einu mark. Leikurinn var gríðarlega jafn og var staðan 1-1 eftir fimm ... Lesa meira »

Stjarnan á ennþá möguleika á toppsætinu

Stjarnan á ennþá möguleika á að vinna deildarmeistaratitilinn, eftir að liðið sigraði Val í TM-höllini, 28-21 í dag. Stjarnan fékk Val í heimsókn, en Valur siglir við  lignan sjó í deildinni, þar sem liðið getur hvorki komist í úrslitakeppnina, né misst sætið sitt í deildinni. Stjarnan var með fjögurra marka forystu í hálfleik, 15-11. Eftir nokkura mínútna leik í seinni ... Lesa meira »

Fram átti ekki í erfiðleikum með Selfoss

Fram hélt áfram að styrkja stöðu sína á toppi Olís deildar kvenna í næst síðustu umferðinni með sigri á Selfoss. Fram vann níu marka sigur á Selfossi, 32-23, og var með yfirhöndina í hálfleik, 15-10. Með sigrinum er Fram núna með tveggja stiga forystu á toppi deildarinnar þegar aðeins ein umferð er eftir. Selfoss er hinsvegar ennþá í níunda sæti með ... Lesa meira »

Guðmundur Helgi: „Við áttum að fá tvö stig en þau voru tekin af okkur.“

Guðmundur Helgi, þjálfari Fram, var að vonum svekktur með að fá aðeins eitt stig á móti Aftureldingu í gær, en Fram leiddi leikinn frá því að tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik, og þangað til að aðeins tæpar tíu sekúndur voru eftir af leiknum. Þá fékk leikmaður Fram rautt spjald og Afturelding fékk víti, en það var vegna leiktafar ... Lesa meira »

Einar Andri Einarsson: „Víti og rautt, hárréttur dómur“

Afturelding mætti Fram í gærkvöldi og eftir mikla baráttu á síðustu metrunum tókst þeim að jafna metin eftir að leikmaður Fram fékk beint rautt spjald og Afturelding fékk víti, en það var dæmt vegna leiktafar eftir að boltinn hafði verið dæmdur af Fram. Þrátt fyrir stigið þá var Afturelding að elta alveg frá því á síðustu mínútum fyrri hálfleiks og ... Lesa meira »

Ernir Hrafn tryggði Aftureldingu stig í blá lokin gegn Fram

Afturelding vann sér inn stig í háspennandi leik, en það var ekki fyrr en á loka sekúndum leiksins, sem Aftureldingu tókst að jafna metin. Fram var með yfirhendina seinustu tíu mínútur fyrri hálfleiksins og alveg þangað til á síðustu sekúndum leiksins. Fram byrjaði leikinn betur og náði 3-1 forystu á fyrstu þremur mínútum leiksins. Þremur mínútum seinna hafði Afturelding skoraði ... Lesa meira »