Í dag er Mánudagur 22. janúar 2018
Heim » Author Archives: Þorsteinn Haukur Harðarson

Author Archives: Þorsteinn Haukur Harðarson

Pistill: Þá gæti Lille orðið okkar!

Eftir um það bil tvær klukkustundir mætast Frakkland og Ísland í 16 liða úrslitum á HM en leikið er í Lille í Frakklandi. Búið er að breyta rúmlega 50 þúsund manna knattspyrnuvelli í tæplega 28 þúsund manna knattspyrnuhöll og bendir allt til þess að met verði slegið í aðsókn á einn handboltaleik á stórmóti. Stemmingin í kvöld verður rosaleg! Flestir ... Lesa meira »

Möguleikarnir í stöðunni hjá Íslandi í dag

Ísland spilar gegn Makedóníu í lokaleik sínum í riðlakeppni HM í dag. Nokkrir möguleikar eru í stöðunni hjá íslenska liðinu Íslenska liðið á fína möguleika á að komast í 16-liða úrslitin en þá munum við annaðhvort mæta Frakklandi eða Noregi. Frakkar hafa unnið sinn riðil og ef íslenska liðið nær fjórða sætinu í sínum riðli munum við mæta Frökkum í ... Lesa meira »

Pistill: Gamla góða íslenska leiðin

Íslenska landsliðið í handknattleik spilar mikilvægan leik gegn Makedóníu á HM í handknattleik í dag. Íslenska liðið þarf að ná í hagstæð úrslit til að komast áfram. Ísland tapaði tveimur fyrstu leikjunum á HM en hefur nú náð í þrjú stig af fjórum úr tveimur leikjum gegn Afríkuþjóðunum Túnis og Angóla. Við íslendingar þekkjum það ágætlega að vera með bakið upp ... Lesa meira »

Geir Sveins um dómgæsluna á HM – „Mikið af slæmum ákvörðunum“

Fjölmargir þjálfarar liða á HM hafa kvartað undan dómgæslunni á mótinu. Þar er Geir Sveinsson engin undantekning en við ákváðum að ræða við hann um dómgæsluna á mótinu. Við byrjuðum á að spyrja hvort dómgæslan á mótinu til þessa sé ekki vonbrigði? „Jú ég verð að segja það og get týnt til helling af atriðum. Þegar við skoðum leikina okkar ... Lesa meira »

Hverjum gæti Ísland mætt í 16-liða úrslitunum ef liðið kemst þangað?

Nú þegar Ísland á einn leik eftir í riðlakeppninni á HM í handknattleik er ekki úr vegi að skoða hvað gæti gerst í framhaldinu. Íslenska liðið á fína möguleika á að komast í 16-liða úrslitin en þá munum við annaðhvort mæta Frakklandi eða Noregi. Frakkar hafa unnið sinn riðil og ef íslenska liðið nær fjórða sætinu í sínum riðli munum ... Lesa meira »

HM í dag: Íslendingaslagur í París

Sjö leikir fara fram á HM í handbolta í dag og í kvöld. Eftir tvo leiki á jafnmörgum dögum fá strákarnir okkar langþráðan frídag. Stigalausir Pólverjar mæta Rússum í A-riðli og í B-riðlinum er hörkuleikur þegar Makedónía og Spánn mætast. Bæði lið eru með fjögur stig eftir tvo leiki og koma sér í góð mál með sigri. Þá mætast Spánn ... Lesa meira »

Guðjón Valur: Ef ég hefði ekki verið svona mikill aumingi hefðum við kannski unnið

„Þetta var bara eitt stig og lítið meira um það að segja. Þetta var hörkuleikur og úr því sem komið var þurfum við að vera sáttir við stigið,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur sigurðsson eftir jafnteflið gegn Túnis í dag. Þá segist Guðjón ánægður með spilamennsku íslenska liðsins. „Jú ég er sáttur við spilamennskuna. Þetta var ströggl á móti þeim í ... Lesa meira »

Ísland í dag: Deildarmeistararnir taka á móti Íslandsmeisturunum

Nokkrir leikir fara fram hér heima í dag. Fjórir leikir verða spilaðir í Olísdeild kvenna auk þess sem leikið er í 1. deildum karla og kvenna. Í Olís-deild kvenna eru nokkrir áhugaverðir leikir á dagskránni. Meðal þess má nefna að Stjarnan fær Val í heimsókn í Garðabæinn auk þess sem deildarmeistarar Hauka taka á móti Íslandsmeisturum Gróttu. lau. 14. jan. ... Lesa meira »

HM hornið | Einar Jóns gerir upp leikinn gegn Spánverjum

Einar Jónsson, þjálfari Stjörnunnar í Olís deild karla, er mættur til Frakklands til að fylgjast með íslenska landsliðinu á HM í handknattleik. Við hittum Einar á Novotel hótelinu í Metz í dag og fórum yfir leikinn í gær sem og framhaldið í riðlunum. Hér að neðan má sjá innslagið með Einari. Watch this video on YouTube   Lesa meira »

Missti pabba sinn í vikunni en skoraði 13 mörk á HM í dag

Uwe Gensheimer, einnn besti hornamaður heimsins, átti frábæran leik þegar Þjóðverjar unnu Ungverja á HM í dag. Fyrir einungis örfáum dögum var óvíst um þátttöku hans á mótinu. Í vikunni féll faðir leikmannsins óvænt frá og Gensheimer yfirgaf æfingabúðir þýska liðsins. Þá þótti ólíklegt að hann myndi spila á mótinu. Gensheimer ákvað hinsvegar að taka slaginn og sýndi frábæra takta ... Lesa meira »