Í dag er Sunnudagur 21. janúar 2018
Heim » Author Archives: Ritstjórn (page 20)

Author Archives: Ritstjórn

Sigurjón Friðbjörn dregur fram skóna og semur við HK

Sigurjón Friðbjörn Björnsson hefur samið við HK um að leika með meistaraflokki karla á næsta tímabili. Sigurjón, sem er örvhentur hornamaður, er reynslumikill leikmaður sem var meðal annars í Íslandsmeistaraliði HK 2012 og Bikarmeistaraliði ÍR 2013. Sigurjón Friðbjörn lagði skóna á hilluna í fyrravetur og þjálfaði meistaraflokk kvenna hjá ÍR en sagði starfi sínu lausu þar eftir tímabilið. Það er ... Lesa meira »

A-landslið karla | Geir velur sex nýliða fyrir Gjensedige Cups í Noregi

Geir Sveinsson, landsliðsþjálfari, hefur valið leikmannahópinn fyrir Gjensedige Cup sem fram fer í Noregi (Elverum) dagana 8. – 11. júní 2017. Þeir leikmenn sem leika í þýsku deildunum komast ekki í þetta verkefni ásamt því að Geir Sveinsson gaf leikmönnunum Aroni Pálmarsyni, Ágeiri Erni Hallgrímssyni og Arnóri Atlasyni frí í þessu verkefni. Þá velur Geir Sveinsson sex leikmenn inn í ... Lesa meira »

Ágúst Jóhannsson ráðinn þjálfari kvennaliðs Vals

Handknattleiksdeild Vals hefur ráðið Ágúst Jóhannsson sem þjálfara meistaraflokks kvenna hjá félaginu til ársins 2020. Ágúst þarf vart að kynna fyrir handboltaáhugafólki, en hann hefur tæplega 20 ára þjálfarareynslu í meistaraflokkum beggja kynja, bæði hér á landi sem og erlendis. Ágúst var einnig landsliðsþjálfari kvenna til margra ára og stýrði liðinu meðal annars á HM í Brasilíu árið 2011 og ... Lesa meira »

A-landslið kvenna | 22 manna æfingarhópur valin

Axel Stefánsson þjálfari A-landsliðs kvenna hefur valið 22 leikmenn til að taka þátt í æfingum í Reykjavik 6. – 18. júní 2017. Í júlí heldur liðið til Danmerkur og leikur þar æfingaleiki gegn dönskum félagsliðu en í haust hefst undankeppni fyrir EM í Frakklandi 2018. Hér að neðan má sjá æfingaghópinn en fimm leikmenn eru að leika sína fyrstu landsleiki. ... Lesa meira »

Nýjustu fréttir frá Akureyri – Sverre áfram með Akureyri handboltafélag

Sverre Jak­obs­son mun áfram að þjálfa fyrir Akureyri handboltafélag ásamt Ingi­mundi Ingi­mund­ar­syni og Þor­valdi Sig­urðssyni á næstu leiktíð. Mikil óvissa hefur ríkt um þjálfamálin eftir að KA ákvað að slíta samstarfi við Þór um rekstur Akureyri handaboltafélags og tefla fram liði í 1. deild undir merkjum KA. Fyrir nokkrum dögum hermdu fréttir að Sverre hygðist þjálfa fyrir KA en nú er ljóst að ... Lesa meira »

Róbert Sigurðarson til ÍBV

Róbert Sigurðarson varnarjaxl og leikmaður Akureyrar er genginn til liðs við ÍBV á lánssamningi til eins árs. Þetta hefur Fimmeinn eftir áreiðanlegum heimildum. Róbert hefur vakið gríðarlega athygli fyrir varnarleik sinn og þótti einn af efnilegustu varnarmönnum Olísdeildarinnar í vetur. Róbert mun án efa vera mikil styrking fyrir lið ÍBV og er fyrsti leikamaðurinn sem ÍBV bætir við sinn öfluga hóp ... Lesa meira »

Lokahóf HSÍ | Öll verðlaun kvöldsins

Á lokahófi HSÍ  sem var haldið í kvöld voru að venju veitt verðlaun fyrir framúrskarandi árangur á líðandi tímabili. Í ár var að sjálfsögðu engin undantekning og í mikilli stemningu sem enn stendur yfir í Gullhömrum í Grafarvogi voru leikmenn kallaðir á svið ásamt dómurum og þjálfurum. Hér að neðan má sjá þá leikmenn og dómara sem valdir voru bestir ... Lesa meira »

Sigurður Ingiberg framlengir við Val

Sigurður Ingiberg Ólafsson markmaður hefur endurnýjað samning sinn við Val til tveggja ára. Siggi var af mörgum talin vera besti leikmaðurinn í úrslitaeinvíginu við FH og hefur verið vaxandi jafnt og þétt frá áramótum. Siggi kom til Vals frá FH eftir 3.flokk og er því að hefja sitt sjöunda tímabil í Val fyrir utan að hann var lánaður tvö tímabil ... Lesa meira »