Í dag er Sunnudagur 21. janúar 2018
Heim » Author Archives: Lúther Gestsson (page 5)

Author Archives: Lúther Gestsson

Eisenach vildi ekki sleppa Ólafi Bjarka í Stjörnuna

Ólafur Bjarki Ragnarsson leikmaður þýska liðsins, Eisenach var í viðræðum við Stjörnuna síðustu daga um að ganga til liðs við félagið en að sögn Karls Daníelssonar formanns handknattleiksdeildar félagsins vildu forráðamenn félagsins ekki sleppa Ólafi. „Við lögðum mikið á okkur til að fá hann til okkar og meðal annars kom hann hingað til lands og fundaði með okkur. Ólafur sjálfur var ... Lesa meira »

Óskar Bjarni: „Ákváðum að sleppa danska markmanninum“

Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari Vals segir að það hafi spilast vel úr hlutunum hjá Valsmönnum í fríinu og ekkert óvænt hafi komið upp. „Við erum með nánast alla heila fyrir utan Atla Má Bárusson sem missti af síðustu leikjunum fyrir áramót en hann er ennþá með eymsli í nára, allir aðrir ættu að vera klárir í framhaldið. Við erum bara ... Lesa meira »

Einar Andri: „Kom mér á óvart að við skildum sitja á toppnum í fríinu“

Einar Andri Einarsson þjálfari Aftureldingar segist fullur tilhlökkunar að takast á við deildina aftur eftir langt frí sem lið hans hafði andi gott af en Einar segir liðið hafa náð að æfa vel. „Við erum bara í ágætismálum þegar þetta byrjar að rúlla aftur í kvöld og leikmenn hafa verið að koma til baka úr meiðslum. Við byrjum þó ekki ... Lesa meira »

Stefán Árnason: „Verður ennþá sterkari deild eftir fríið“

Pásan kom sér vel fyrir okkur á sínum tíma, við vorum með menn tæpa vegna meiðsla en þeir voru engu aíður að spila og það voru margir hjá okkur sem höfðu gott af þessari pásu“, sagði Stefán Árnason þjálfari Selfoss sem leikur gegn Gróttu í kvöld fyrsta leik eftir frí. „Mannskapurinn lítur vel út hjá okkur núna fyrir fyrsta leik ... Lesa meira »

Arnar Péturs: „Taflan truflaði mig nákvæmlega ekkert í fríinu“

„Loksins er þetta bara að fara af stað aftur og það eru allir orðnir spenntir. Þetta er búið að vera svona upp og niðiur hjá okkur í þesarri páru,“  sagði Arnar Pétursson þjálfari ÍBV en liðið leikur gegn Aftureldingu í kvöld. Við erum með einhverja leikmenn meidda eins og Elliða Snæ sem er kviðtognun, þá er Agnar Smári frá í ... Lesa meira »

Sunneva Einarsdóttir gengin til liðs við Fram

Sunneva Einarsdóttir markmaður er gengin til liðs við Fram en hún kemur heim frá Noregi. Sunneva er ekki ókunnug hjá Fram en þar lék hún síðast 2014 áður en hún hélt erlendis. Sunneva hefur einnig leikið með Stjörnunni og þótti einn besti markvörður landsins áður en hún hélt erlendis. Saman munu þær Guðrún Ósk Maríasdóttir mynda eitt sterkasta markvarðapar deildarinnar sem ... Lesa meira »

Gunni Magg: „Viss um að flest félögin hafi fagnað að Janus Daði færi strax“

„Við erum spenntir að byrja aftur enda allir heilir og menn búnir að æfa vel og lengi í fríinu, sagði Gunnar Magnússon við okkur á Fimmeinn en hann á fyrsta leik eftir hlé á móti Stjörnunni í kvöld. Aðeins hefur verið um breytingar hjá Haukum í landsleikjahléinu en Janus Daði er hættur og þá hafa þeir fengið Ivan Ivokovic frá Króatíu ... Lesa meira »

Framarar fengu Sölva Ólafs frá Aftureldingu í markið

Karlalið Fram hafa fengið markmann til liðs við sig í slaginn eftir áramót en Sölvi Ólafsson sem leikið hefur 10 leiki með Aftureldingu í vetur er kominn í Safamýrina. Sölvi stóð með Davíð Svanssyni í marki Mosfellinga áður en Kristófer Fannar varð leikfær en hefur ekki fengið mikinn tíma eftir að Kristófer varð klár. það má því gera ráð fyrir að ... Lesa meira »

Friðrik Hólm hjá ÍBV braut bátsbein – Agnar Smári og Elliði Snær einnig báðir meiddir

Agnar Smári Jónsson, Elliði Snær Viðarsson og Friðrik Hólm Jónsson leikmenn ÍBV verða ekki með liðinu í fyrstu leikjum þess eftir fríið en fyrsti leikur ÍBV verður á móti Aftureldingu annað kvöld. Agnar Smári er að glíma við smávægilega tognun og annað smálegt og ætti ekki að verða lengi frá en hann mun samt þurfa hvíld í fyrstu leikjunum að sögn ... Lesa meira »

Jóhann Jóhannsson spilar með Aftureldingu þegar keppni hefst að nýju

Jóhann Jóhannsson hefur verið að æfa með Aftureldingu í landsleikjahléinu og mun starta með liðinu eftir landsleikjahléð en keppni í Olís deild karla hefst aftur á morgun. Einar Andri þjálfari liðsins segir það allt eins koma til greina að Jóhann verði með liðinu til loka móts, enda sé þetta leikmaður sem styrki liðið bæði utan sem innan vallar. Jóhann átti ... Lesa meira »