Í dag er Sunnudagur 21. janúar 2018
Heim » Author Archives: Lúther Gestsson (page 30)

Author Archives: Lúther Gestsson

Efsta deild karla sterkari en í fyrra | Níu atvinnumenn komnir heim

Það eru margir á því að efsta deild karla verði talsvert sterkari í ár en í fyrra. Meginástæða þess er sjálfsagt allur sá fjöldi atvinnumanna sem er kominn heim og mun spila hér heima í vetur. Alls eru níu íslenskir handboltamenn komnir heim úr atvinnumennskunni og skiptast þeir niður í sex lið. Í raun er ótrúlegt hversu sterkir leikmenn eru ... Lesa meira »

Grétar Ari: „Ég er meiri liðsmaður en svona klúbbsmaður“

Grétar Ari Guðjónsson markmaður gekk til liðs við nýliða Selfoss í sumar á lánssamning frá Haukum og segist gríðarlega ánægður með það sem hann hefur kynnst af liðinu. Grétar segist fyrst og fremst að þetta hafi verið gert til að fá aukin spiltíma og svo hafi umhverfið sem Selfoss bjóði uppá heillað. Hann segist hafa getað gengið til liðs við ... Lesa meira »

Árni Steinn: „Snýst um að ná batanum þannig að ég geti spilað handbolta næstu 10 árin“

Árni Steinn Steinþórsson kom heim í sumar úr atvinnumennsku eins og flestum er kunnugt um og skrifaði undir hjá uppeldisfélagi sínu Selfoss. Árni Steinn var þó ekki heill heilsu þegar hann kom heim frá Sönd­erjyskE í danmörku og gekkst undir aðgerð á öxl sem hann er nú að ná sér af. Við tókum stöðuna á Árna Stein og forvitnuðumst um hvernig ... Lesa meira »

Kristófer Fannar: „Næ vonandi einhverjum leikjum fyrir áramót“

Kristófer Fannar Guðmundsson gekk til liðs við uppeldisfélag sitt Aftureldingu í sumar frá Fram en hann verður þó ekki tilbúinn í slaginn þegar flautað verður til leiks í fyrsta leik. Kristófer fór í aðgerð í sumar en meiðslin voru þess eðlis að beinmyndun myndaðist í mjöðmum sem orsakaði eyðileggingu á brjóski. Kristófer Fannar var með frábær í marki Fram á ... Lesa meira »

Afturelding í Finnlandi í lokaundirbúningi sínum.

Afturelding er á lokaspetti undirbúnings síns fyrir átökin í Olís deild karla og eru núna staddir í keppnis og æfingaferð i Finnlandi í boði margfaldra Finnskra meistara, Riihimaki Cocks. Riihimaki Cocks eru afar sterkt lið og unnu Baltic Cup i vor og eru að fara i undankeppni meistaradeildarinnar um næstu helgi. Alls eru 10 erlendir leikmenn að spila með liðinu sem ... Lesa meira »

Arnar Pétursson: „Það eru öll lið að glíma við einhverskonar meiðsli fyrir mótið“

Arnar Pétursson var sáttur eftir sigurinn á Ragnarsmótinu um helgina og sagðist nokkuð sáttur með það sem hann hefði séð frá sínum mönnum á mótinu. „Þetta voru fyrst og fremst góðir leikir í undirbúningnum  hjá okkkur og fyrstu þrír leikirnir sem við spilum og því kærkomnir. Ég er í raun ágætlega sáttur það sem ég sá hjá mínum mönnum á ... Lesa meira »

Guðmundur Helgi: „Menn eru tilbúnir að fórna sér fyrir félagið“

Guðmundur Helgi Pálsson þjálfari Fram var að vonum sáttur með að lið sitt væri búið að lyfta bikar á undirbúningstímabilinu. Það er ekki langt síðan Guðmundur tók við liðinu og sagði hann mikla vinnu vera búna að vera undafarnar vikur. Góður árangur á undirbúningstímabilinu væri ávallt gott veganesti í deildina sem nú er handan við hornið. Viðtal við Guðmund má ... Lesa meira »

Myndasíða | Fram lyfti bikarnum eftir sigur á Þrótt

Fram og Þróttur áttust við í Reykjavíkurmótinu í kvöld og enduðu leikar með sigri Fram sem hafa lokið keppni með fullt hús stiga. Framarar voru búnir að tryggja sér sigurinn á mótinu eftir síðasta leik en fengu bikarinn afhentan í kvöld. Framarar voru betri aðilinn í kvöld þrátt fyrir góða baráttu í liði Þróttar sem lengi vel heldu vel í ... Lesa meira »

Dagur Arnarsson: „Þegar EM er framundan er maður tilbúinn“

Dagur Arnarsson leikmaður ÍBV og U-20 ára landsliðsins er orðin spenntur fyrir EM í danmörku og hann segist klárlega ætla sér að vera í endanlegum hóp sem valin verður næstu helgi. Dagur segir að þó samkeppnin sé gríðarlega mikil í hópnum bitni það ekkert á liðsandanum, hann sé alltaf góður og þarna séu allir leikmenn miklir vinir sem hjálpist að. ... Lesa meira »