Í dag er Mánudagur 22. janúar 2018
Heim » Author Archives: Guðmundur Tómas Sigfússon

Author Archives: Guðmundur Tómas Sigfússon

Myndband: Frábær tilþrif Tedda í úrslitakeppninni

Theodór Sigurbjörnsson er óumdeilanlega einn besti leikmaðurinn sem spilar á landinu um þessar mundir. Hann raðar inn mörkunum í hverjum einasta leik og átti frábæra úrslitakeppni þrátt fyrir að ÍBV hafi fallið úr leik í undanúrslitum. Hann skoraði 51 mark í sex leikjum sem er í raun stórkostlegt. Teddi hefur lengi verið orðaður við lið úti í heimi en honum ... Lesa meira »

Róbert Aron í ÍBV (Staðfest)

Róbert Aron Hostert hefur gengið til liðs við ÍBV en gengið var frá samningum við kappann rétt í þessu. Róbert Aron hefur spilað með danska liðinu Mors/Thy síðustu tvö ár en honum var boðin framlenging á samningi sínum við félagið á dögunum. Hann hafnaði því og ætlaði að snúa aftur til Íslands. Mörg lið lýstu yfir áhuga að fá Róbert ... Lesa meira »

Ekki um einelti að ræða hjá ÍBV

Á dögunum voru kallaðir til utanaðkomandi og hlutlausir sérfræðingar til þess að rannsaka mál sem upp kom hjá ÍBV. Gerð var eineltisathugun sem hefur leitt það í ljós að ekki var um einelti að ræða. Í tilkynningu frá ÍBV kemur fram að sérfræðingarnir hafi nú skilað skýrslu þar sem meginatriðin eru svohljóðandi: „Niðurstöður þessarar athugunar eru þær að ekki sé ... Lesa meira »

Hvítu Riddararnir með endurkomu gegn Val?

Hvítu Riddararnir, stuðningsmannasveit ÍBV, hefur látið lítið á sér bera það sem af er leiktíð. Sveitin var stofnuð árið 2014 og grunaði þá engan hversu mikið átti eftir að gerast á næstu árum. 2014 er stærsta ár í sögu ÍBV en þar vann liðið sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil þar sem eins marks sigur vannst á Ásvöllum. ÍBV tekur á móti Val ... Lesa meira »

Myndband | Róbert og Björgvin með tvö af flottustu fimm mörkum A og B-riðils

Róbert Gunnarsson og Björgvin Páll Gústavsson eiga báðir eitt af fimm flottustu mörkum A og B-riðils á Evrópumótinu í Póllandi. Róbert vermir fimmta sæti listans eftir fallega vippu gegn Hvít-Rússum. Björgvin er hins vegar í þriðja sætinu með mark sem hann skoraði frá sínum eigin vítateig þar sem markvörður Noregs hafði ekki komið sér fyrir í markinu. Björgvin á þá ... Lesa meira »

Björgvin Páll með bestu vörslu mótsins hingað til | Topp 5 vörslurnar

Björgvin Páll Gústavsson á bestu vörslu Evrópumótsins í Póllandi hingað til ef marka má Youtube-rás EHF. Í dag birtu þeir fimm flottustu/bestu vörslurnar á mótinu hingað til en þær má sjá hér að neðan. Björgvin Páll er ekki í slæmum félagsskap á listanum þar sem Niklas Landin, Slawomir Szmal, Andreas Wolff og Mattias Andersson eiga allir sæti á listanum. Varsla ... Lesa meira »

Fréttatilkynning frá ÍBV íþróttafélagi | Óviðeigandi ummæli

Nú rétt í þessu barst fréttatilkynning frá ÍBV íþróttafélagi þar sem undirrituð Íris Róbertsdóttir og Karl Haraldsson harma ummæli aðstoðarþjálfara meistaraflokks karla hjá félaginu. Tilkynningin er birt í von um það að ummælin muni ekki draga dilk á eftir sér í samskiptum félaganna. Fréttatilkynninguna má sjá í heild sinni hér að neðan. „Við undirrituð teljum tilvitnuð ummæli aðstoðarþjálfara meistaraflokks karla ... Lesa meira »

Frábær skottækni Hansen | Myndband

mikkel hansen

Daninn Mikkel Hansen skoraði á sunnudaginn frábært mark í sigri sinni manna á Veszprem. Þá sigruðu PSG-menn Ungverjana með tveggja marka mun, 29-27. Hansen skoraði ellefu mörk í leiknum en ehfTV setti eitt af mörkum hans á YouTube. Aron Pálmarsson var flottur í liði Veszprem í leiknum en hann skoraði sjö mörk. Hér að neðan má sjá mark Hansen en ... Lesa meira »

Kári Garðarsson: Afar undarleg ákvörðun HSÍ

Við höfðum samband við Kára Garðarsson, þjálfara Gróttu, þegar ljóst var að liðið væri að koma með Herjólfi í gærkvöldi, en skipið kom rétt eftir miðnætti. Nokkuð undarlegt þykir þó að leikur ÍBV og Hauka átti að fara fram í gær líkt og leikur ÍBV og Gróttu. Þá voru Gróttu-stelpur sendar í Herjólf um kvöldið en Haukamenn fá að treysta ... Lesa meira »

Eyjamenn fóru auðveldlega í gegnum Hapoel

Eyjamenn fóru nokkuð auðveldlega í gegnum ísraelska liðið Hapoel Ramat Gan í fyrstu umferð Áskorendakeppni Evrópu. Hákon Daði Styrmisson átti góða innkomu undir lokin og var markahæstur Eyjamanna með sjö mörk. Fyrir einvígið var búist við sigri ÍBV en sú varð raunin. Þó svo að Eyjamenn hafi byrjað mun verr en á föstudaginn þá var leikurinn í heild sinni mun ... Lesa meira »