Í dag er Þriðjudagur 23. janúar 2018
Heim » Erlent » Aron Pálmarsson búinn að semja við Barcelona

Aron Pálmarsson búinn að semja við Barcelona

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDBOLTA

Samkvæmt spænska fréttamiðlinum mundodeportivo.com hefur Aron Pálmarsson samið við spænska risann Barcelona og aðeins er eftir að ganga frá hvenar nákvæmlega Aron gengur í raðir liðsins.

Aron fór strax eftir landsleikinn gegn Úkraínu til Spánar og ræddi þar við forráðamenn félagsins en stórliðið PSG var einnig á höttunum eftir Aroni.

Það hefur áður komið fram hjá Aroni að það hafi lengi verið draumur hjá honum að leika fyrir Barcelona, eða löngu fyrir þann tíma að hann varð atvinnumaður og nú virðist það vera orðið að veruleika.

 

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA
Athugasemdir