Í dag er Mánudagur 22. janúar 2018
Heim » Innlent » Landslið » Arnar Freyr: Öll leiðinlegu meiðlsin sem ég fékk í vetur eru farin

Arnar Freyr: Öll leiðinlegu meiðlsin sem ég fékk í vetur eru farin

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDBOLTA

 

„Persónulega er statusinn fínn, aldrei jafn fit á ævinni minni,“ sagði Arnar Freyr Arnarsson, línumaður Fram og U-2o landsliðsins okkar um standið á sér persónulega fyrir EM í Danmörku sem hefst eftir tvo daga.

Það er gríðarlega erfið riðlakeppni framundan og mörg af bestu liðum Evrópu höfnuðu saman í riðli á  mótinu og er Ísland meðal þeirra ásamt Spánverjum, Slóvenum og Rússum. Hann metur möguleikana fína og segir liðið vera bjartsýnt.

„Fína, það þarf allt að ganga upp. Þetta er mjög sterkur riðill en við erum bjartsýnir og vel stemmdir til að ná að komast upp úr þessum riðli.“

Hann var að glíma við meiðsli í vetur en hann segist vera búinn að ná sér af þeim.

„Ég er í toppstandi, öll þessi leiðinlegu meiðsli sem ég fékk í vetur eru farin,“ sagði Arnar svo að lokum.

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA
Athugasemdir