Í dag er Mánudagur 22. janúar 2018
Heim » Innlent » A landslið kvenna » Arfaslök íslensk framistaða í 14 marka tapi gegn frökkum

Arfaslök íslensk framistaða í 14 marka tapi gegn frökkum

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDBOLTA

ísland kvk 2014Íslensku stelpurnar áttu aldrei nokkurn séns í franska liðið í kvöld og töpuðu með 14 mörkum, 16-30.

Það var afskaplega lítið sem heillaði við leik íslenska liðsins í kvöld og flestir okkar atvinnumenn að spila langt undir getu sem er áhyggjuefni.

Talsvert vantaði í Íslenska liðið eins og fram hefur komið síðustu daga en Hrafnhildur Hanna og Birna Berg byrjuðu í skyttunum.

Ísland komst í 1-0 eftir góða samvinnu Karenar Knútsdóttur og Örnu Sifjar á línunni. Næsta íslenska mark kom ekki fyrr en tæpum 10 mínútum síðar og staðan 2-5 eftir 10 mínútna leik. Sóknarfeilar Íslands allt of miklir.

Thea Imani skipti við Birnu Berg í hægri skyttunni, Sólveig Lára Kjærnested var fesrk í hægra horninu og var komin með helming marka Íslands. Munurinn áfram 4 mörk og 4-8 eftir korter sem var grátlegt þar sem franska liðið var alls ekki að leika sinn besta sókanrleik og íslenska liðið ekki að notfæra sér það.

Staðan 5-11 fyrir gestina eftir 20 mínútna leik og sóknarleikur Íslands alls ekki góður, Ágúst að skipta ört vinstra megin og bæði Kristín Guðmundsdóttir og Ragnheiður Júlíusdóttir reyndu fyrir sér, en lítið gekk.

Staðan 7-15 í hálfleik fyrir frakka og líklega hægt að taka þátt Írisar sem það jákvæða úr fyrri hálfeiknum, ásamt ágætir varnarkafla. Meira varla hægt að nefna.

Seinni hálfeikur byrjaði eins og sá fyrri endaði, íslenska liðið áfram í miklu basli sókanrlega þó vörnin  hafi verið áfram ágæt, en liðið skoraði ekki nema 3 mörk fyrsta korterið og staðan eftir 45 mínútur, 10-21 og nánst ekkert að virka sem var prufað. Berglind Íris kom í markið og svo sem ekkert mikið hægt að kvarta undan hennar framlagi enda líklega markvarslan það eina jákvæða í kvöld.

Framistaða Íslenska liðsins olli hreinlega vonbrigðum og alls ekki hægt að kenna um sterku frönsku liði því það var langt frá sínu besta.  Lokatölur eins og ´ður sagði 16-30.

Mörk Íslands: Karen Knútsdóttir 6, Arna Sif Pálsdóttir 3, Kristín Guðmundsdóttir 2, Sólveig Lára Kjærnested 2, Thea Steinunn Hansdóttir 2 og Imani Sturludóttir 1

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA
Athugasemdir