Í dag er Mánudagur 22. janúar 2018
Heim » Innlent » Coca Cola bikar » Anton Rúnars: „Leyfum okkur að brosa í kvöld en það er æfing á mánudaginn“

Anton Rúnars: „Leyfum okkur að brosa í kvöld en það er æfing á mánudaginn“

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDBOLTA

Anton Rúnarsson var sáttur eftir sigurinn í dag og sagði þetta hafa verið eitt af markmiðunum fyrir veturinn að verða Bikarmeistari.

„Fyrst ég var að koma heim í sumar þá vildi ég vinna titla með Val, ég hef gert það áður og frábært að það hafi tekist. Þetta var frábær leikur frá upphafi til enda, þarna voru margar varnir og ,maður þarf að vera með hausinn rét skrúfaðan á og vera tilbúinn undir hvað sem er.“

„Ég verð aldrei stressaður á vellinum, ég er alltaf meira stressaður að horfa á handbolta en að spila hann. Við vorum búnir að undirbúa okkur vel og spiluðum úr þessu ansi vel.

Umræðan var að þið væruð þreyttir eftir Evrópumeistarakeppnina, en hversu þreyttir voruði?
„Ég var eiginlega þreyttari eftir leikinn í gær ef ég á að segja alveg eins og er og þetta er búið að vera mikið álag og ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir hversu mikið álag þetta er. En það er engin að væla yfir því. Það vil engin sitja heima hjá sér núna og spila ekki.“

Við spurðum svo Anton hvernig ´tti að fagna þessu í kvöld og hvort stefnan væri sett á B-5 sem var mikið í umdðunni eftir að Jurik varð fyrir líkamsárás þar fyrr í vetur.

„Við verðum auðvitað að leyfa okkur að brosa aðeins í kvöld en það er stutt í næsta leik og við fáum enga pásu frekar en önnur lið. Við verðum bara að vera rólegir í kvöld en leyfa okkur að brosa, það er æfing á mánudaginn.

B-5 er opið?
Já, eru þeir ekki að sponsa hérna eitthvað, við skulum sjá hvernig það verður.

 

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA
Athugasemdir