Í dag er Sunnudagur 21. janúar 2018
Heim » Innlent » Akureyri dregur 2.flokk sinn úr keppni | Álagið of mikið á leikmenn

Akureyri dregur 2.flokk sinn úr keppni | Álagið of mikið á leikmenn

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA

Akureyri logoAkureyri handboltafélag hefur dregið 2.flokk sin úr keppni en þetta kemur fram á heimasíðu félagisins, en þar egir að meðal annars sé ástæðan of mikið álag á leikmenn félagsins.

Tilkynninguna má sjá hér að neðan í heild sinni:

Á þessu leiktímabili hefur Akureyri Handboltafélag haldið úti þremur liðum, meistaraflokki karla í Olís deild, ungmennaliði karla í 1. deild og 2. flokki karla sem keppir í 1. deild þess aldursflokks. Auk þess tóku öll liðin þrjú þátt í bikarkeppnum.

Í byrjun tímabils var útlit fyrir að það yrðu tvær deildir á Íslandsmóti annars flokks og því yrði ekki mjög strangt leikjaprógram hjá 2. flokks liðinu. En þær forsendur breyttust og ákvað HSÍ að steypa liðum 2. flokks í eina ellefu liða deild og þar með jókst leikjaálag liðanna verulega.

Ungmennaliðið er skipað leikmönnum sem margir hverjir leika jafnframt með meistaraflokki og eða 2. flokki líka. Þannig eru tíu leikmenn ungmennaliðsins sem hafa komið við sögu hjá meistaraflokki og átján leikmenn ungmennaliðsins hafa tekið þátt í leikjum 2. flokks það sem af er.

Það hefur ekki farið fram hjá neinum sem fylgist með handboltanum að meistaraflokkur Akureyrarliðsins hefur orðið fyrir gríðarlegum skakkaföllum hvað meiðsli varðar. Sá listi lengdist heldur betur í síðustu leikjum en í augnablikinu eru að minnsta kosti sex leikmenn meistaraflokks úr leik og verða það um nokkra hríð til viðbótar.

Fyrir vikið hafa æ fleiri leikmenn ungmennaliðsins tekið fast sæti í meistaraflokknum og raunar hafa strákar úr 3. flokki KA og Þór leikið með meistaraflokknum upp á síðkastið. Þar með er ljóst að þeir verða ekki gjaldgengir í alla leiki ungmennaliðsins.

Það er því fyrirsjáanlegt að leikmenn sem að öllu jöfnu myndu skipa lið 2. flokks þurfa að manna ungmennaliðið og síðan þyrfti að sækja töluverðan fjölda leikmanna í 3. flokk KA og Þór til að manna 2. flokks liðið. Auk þess er líklegt að einhverjir þeirra myndu verða kallaðir í hóp með ungmennaliðinu og meistaraflokki eins og áður segir.

Þegar litið er á leikjaprógram þessara stráka á næstunni þá er það vægast sagt þéttskipað og komin upp sú staða að við erum hreinlega í vandræðum með að manna öll liðin. Álagið á strákana er orðið óheyrilegt sem býður upp á enn frekari meiðsli og forföll sem við megum ekki við. Á sameiginlegum fundi þjálfara Akureyrar svo og þjálfara 3. flokka KA og Þór hefur því verið tekin sú erfiða ákvörðun að draga lið 2. flokks út úr deildarkeppninni að þessu sinni.

Ákvörðunin er ekki síst erfið vegna þess að strákarnir hafa staðið sig með miklum ágætum í deildarkeppninni, aðeins eitt tap í sex leikjum. Strákarnir í 2. flokki verða þó ekki aðgerðalausir því það mun fyrst og fremst verða þeirra hlutverk að manna ungmennaliðið (og klára bikarkeppni 2. flokks).

Raunar þurftu þeir líka að manna Ungmennaliðið í bikarkeppninni því Ungmennaliðið og meistaraflokkur voru í sömu bikarkeppninni og enginn leikmaður má spila með tveim liðum í bikarnum.

Þetta er að sjálfsögðu ekki óskastaða en í ljósi aðstæðna er hreinlega ekki annað mögulegt.
Þessi ákvörðun hefur verið tilkynnt og samþykkt af HSÍ og leikir Akureyrar í 1. deild annars flokks karla felldir niður.

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA
Athugasemdir