Í dag er Þriðjudagur 23. janúar 2018
Heim » A landslið kvennapage 5

A landslið kvenna

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA

Jónatan Magnússon aðtoðar Axel með A-landslið kvenna

Jónatan Magnússon mun verða aðstoðarþjálfari Axels Stefánssonar hjá A-landsliði kvenna. En þetta hefur Fimmeinn eftir áreiðanlegum heimildum. Jónatan sem er KA maður að upplagi þekkir alþjóðahandbolta vel og var ráðinn nýlega til KA/Þórs eftir að hafa starfað fjörlmörg ár í noregi en þar hefur hann  bæði þjálfað og spilað við góðan orðstýr undanfarin ár.   Lesa meira »

Fyrsti landsliðshópur Axels Stefánssonar | Hulda Dags og Katrín Ósk í hóp

Axel Stefánsson þjálfari A-landsliðs kvenna hefur valið sinn fyrsta landsliðshóp. Hópurinn æfir í Reykjavík 7. – 12. ágúst. Arna Sif Pálsdóttir leikmaður Nice er leikjahæst leikmanna í þessu vali með 121 landsleik á bakinu. Hulda Dagsdóttir kemur ný inn í hópinn en hún hefur ekki enn leikið sinn fyrsta landsleik. Þá kemur Katrín Ósk Magnúsdóttir inn í þennan hóp en hún ... Lesa meira »

Sunna Jónsdóttir samdi við Halden

Sunna Jóns­dótt­ir landsliðskona í hand­knatt­leik sem lék með norska liðinu, Skrim-Kongs­berg á síðustu leiktið hefur fært sig um set og hefur skrifað undir hjá norska félaginu Halden. Sunna féll með Skrim-Kongsberg á síðustu leiktíð niður úr úrvalsdeilsdinni og þar með opnaðist gluggi hjá Sunnu að geta skipt yfir. Hald­en hafnaði í sjö­unda sæti norsku úr­vals­deild­ar­inn­ar á síðasta keppn­is­tíma­bili og því heldur ... Lesa meira »

Stelpurnar mæta meðal annars Færeyjum í undankeppni HM

Búið er að draga í riðla fyrir undankeppni HM kvenna sem fer fram í desember á næsta ári. Íslenska kvennalandsliðið var í pottinum og dróst gegn Austurríki, Færeyjum og Makedóníu í undankeppninni. Leikið verður heima og að heiman og fara leikirnir fram í október, nóvember og desember. Tvö efstu liðin í hverjum riðli fara áfram í umspil um laust sætið ... Lesa meira »

Axel Stefánsson: „Landsliðsmenn verða að bera ákveðna ábyrgð“

Eins og fram kom í gær hefur Axel Stefánsson verið ráðinn næsti landsliðsþjálfari kvenna og hefur nú þegar tekið við stöðunni. Við hittum Axel í gær og fórum ítarlega yfir málefni landsliðslins, en spurðum fyrst út í fyrstu verkefni nýs landsliðsþjálfara „Fyrsta verk er að hitta alla leikmenn og þá aðallega þá leikmenn sem hafa verið með liðinu undanfarið, heyra ... Lesa meira »

Axel tek­inn við kvenna­landsliðinu

Axel Stef­áns­son hef­ur verið ráðinn þjálf­ari kvenna­landsliðsins í hand­knatt­leik en til­kynnt var um þetta á blaðamanna­fundi hjá HSÍ núna í hádeginu. Axel er Akureyringur sem hóf þjálfaraferil sinn sem þjálfari Þórs á Akureyri en hefur verið búsettur í noregi um árabil og getið sér afskaplega gott orð sem þjálfari þar. Axel þjálfaði karlalið Elverum með góðum árangri áður en hann ... Lesa meira »

Vonbrigði þegar stelpurnar töpuðu með 12 marka mun

Íslenska kvennalandsliðið tapaði fyrir Þýskalandi nú rétt í þessu afar sannfærandi og því draumurinn um EM farinn. Yfirburðir þýskalands gríðarlega miklir og mun meiri en í raun ætti að vera, en alls komust 14 leikmenn þjóðverja á blað í dag. Enn á ný var íslenskur sóknarleikur ekki til staðar og strax á fyrstu mínútunum lenti íslenska liðið 3 mörkum undir, ... Lesa meira »

Stelpurnar okkar þurfa kraftaverk í dag

Íslenska kvennalandsliðið spilar í dag síðasta leik sinn í undankeppni EM í Þýskalandi þegar liðið mætir heimamönnum. Ljóst er að íslensku stelpurnar þurfa nánast kraftaverk, en auk þess að þurfa stóran sigur þarf liðið einnig að stóla á hagstæð úrslit úr öðrum leikjum í dag. Möguleikar liðsins standa og falla með að ná besta árangri liða í 3. sætinu við ... Lesa meira »

Stelpurnar okkar í ævintýrum á leið til Þýskalands | Árekstur, tafir og leigubílar

Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik er komið til Þýskalands þar sem liðið mætir heimastúlkum í lokaleik sínum í undankeppni EM. Ferðalagið til Þýskalands gekk vægast sagt illa. Vandræðin byrjuðu strax á Keflavíkurflugvelli en þar var tveggja tíma töf á flugi til Kaupmannahafnar vegna verkfalls flugumferðarstjóra. Liðið komst loksins til Kaupmannahafnar og þar hófst fimm tíma bið eftir flugi til Þýskalands. Eftir ... Lesa meira »

Arna Sif: ,,Bykkjan var löt í dag“

„Nei, bykkjan var löt í dag,“ segir Arna Sif Pálsdóttir, um þá staðreynd að íslenska liðið hafi ekki riðið feitum hesti frá leiknum gegn Frakklandi í undankeppni EM. Þá var hún spurð út í leikinn gegn Þjóðverjum um helgina. „Hann leggst vel í okkur. Við þurfum að undirbúa okkur betur enda er það markmiðið að vinna leikinn.“ Watch this video ... Lesa meira »