Í dag er Mánudagur 22. janúar 2018
Heim » Innlent » A landslið kvenna » A-landslið kvenna tapaði með þrem í Hollandi

A-landslið kvenna tapaði með þrem í Hollandi

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDBOLTA

Karen Knútdóttir fyrirliði íslenska landsliðsins.

Íslenska kvenna­landsliðið tapaði í kvöld fyrri æfingaleik sínum á móti Hollenska landsliðinu með þrem mörkum, 23-20 í Hollandi í kvöld.

Hollenska liðpið er sýnd veiði en ekki gefin og eru þær meðal annars silfurverðlaunahafar frá síðasta HM móti. Holland var yfir allan tímann í kvöld og höfðu 2 marka forystu í hálfleik, 10-8.

Íslenska liðið þóttu þó ssýna fína kafla í leiknum og munurinn var nánast aldrei meira en 2-4 mörk.

Jákvæðast í kvöld hjá íslenska liðinu var flottur varnarleikur og þá átti Hafdís Renötudóttir markvörður Stjörnunnar stórleik í markinu.

Liðin mætast aftur á morgun og þá fær íslenska liðið tækifæri til að snúa dæminu sér í vil. Birna Berg Haraldsdóttir og Helena Rut Örvarsdóttir voru atkvæðamestar íslensku leikmannanna í markaskorun og gerðu 4 mörk hvor.

Mörk Íslands gerðu: Birna Berg Har­alds­dótt­ir 4, Helena Rut Örvars­dótt­ir 4, Ragn­heiður Júlí­us­dótt­ir 3, Kar­en Knúts­dótt­ir 1, Rakel Dögg Braga­dótt­ir 2, Þórey Rósa Stef­áns­dótt­ir 2,  Stein­unn Hans­dótt­ir 1, Hildigunn­ur Ein­ars­dótt­ir 1, Rut Jóns­dótt­ir 1.

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA
Athugasemdir