Í dag er Mánudagur 22. janúar 2018
Heim » Innlent » A landslið kvenna » A-landslið kvenna kemur saman á fimmtudag | Óvissa ríkir um lykilleikmenn

A-landslið kvenna kemur saman á fimmtudag | Óvissa ríkir um lykilleikmenn

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA

ísland kvk A-landslið kvenna mun koma saman á fimmtudag til æfinga fyrir stóru verkefnin tvö þegar liðið mætir Frakklandi hér heima 1 júní og Þýskalandi úti 5.júní.

Leikirnir eru gríðarlega mikilvægir og munu skera úr um það hvort íslenska liðið munu komast á lokakeppni EM.

Það gæti verið að Íslenska liðið yrði aðeins laskað vegna meiðsla leikmanna og í raun aðeins meira en aðeins laskað því að óvíst er með Þáttöku Ramune Pekaskytte en hún er þessa dagana ennþá að glíma við heilahristinginn sem hún fékk undir lok tímabilsins hjá Haukum.

Þá er óvíst með hvernig Anna Úrsúla verður, en hún á við einhver smávægileg meiðsli að stríða og eins og flestum ætti að vera kunnugt um er, Florentína Stancíu markmaður ekkert farin að spila eftir sín meiðsli í úrslitakeppninni.

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA
Athugasemdir