Í dag er Mánudagur 22. janúar 2018
Heim » Innlent » A landslið kvenna » A landslið kvenna farið til Hollands – Ein breyting í hópnum.

A landslið kvenna farið til Hollands – Ein breyting í hópnum.

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA

A landslið kvenna hélt til Hollands í morgun, en liðið mun æfa þar næstu daga. Einnig stefnir liðið á að spila tvo vináttuleiki gegn Hollenska landsliðinu.

Leikirnir fara fram næsta föstu- og laugardag, sá fyrri verður spilaður í Almere klukkan 18:30, en sá seinni fer fram í Emmen, klukkan 14:30 á laugardeginum.

Eina breytingin í hópnum er sú að Arna Sif Pálsdóttir gefur ekki kost á sér af persónulegum ástæðum, en það kom fram í yfirlýsingu HSÍ á síðu félagsins. Hennar í stað kemur Elena Birgisdóttir úr Stjörnunni

Leikmannahópur Íslands:
Birna Berg Haraldsdóttir, Glassværket
Elena Birgisdóttir, Stjörnunni
Elín Jóna Þorsteinsdóttir, Haukar
Hafdís Renötudóttir, Stjarnan
Helena Rut Örvarsdóttir, Stjarnan
Hildigunnur Einarsdóttir, Leipzig
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, Selfoss
Karen Knútsdóttir, Nice
Ragnheiður Júlíusdóttir, Fram
Rakel Dögg Bragadóttir, Stjarnan
Rut Jónsdóttir, Mitjylland
Steinunn Hansdóttir, Skanderborg
Steinunn Björnsdóttir, Fram
Thea Imani Sturludóttir, Fylkir
Þórey Rósa Stefánsdóttir, Vipers
Unnur Ómarsdóttir, Grótta

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA
Athugasemdir