Í dag er Þriðjudagur 23. janúar 2018
Heim » A landslið karlapage 4

A landslið karla

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA

Norðmenn fyrstir inn í 8 liða úrslitin

Noregur varð rétt í þessu fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í 8 liða úrslitunum á HM eftir sigur gegn Makedóníu í Albertville. Fyrri hálfleikurinn var nokkuð jafn en einungis munaði tveimur mörkum á liðinum að honum loknum, staðan 12-10 fyrir Noreg. Norðmenn tóku hinsvegar öll völd á vellinum í seinni hálfleiknum og sigurinn var aldrei í hættu. Tíu ... Lesa meira »

Myndband: Hvernig breytir maður knattspyrnuvelli í handboltahöll?

Eins og margoft hefur komið fram mætast Ísland og Frakkland í 16 liða úrslitum HM seinni partinn í dag en leikið er í Lille, Frakklandi. Búið er að breyta rúmlega 50þúsud manna knattspyrnuvelli borgarinnar í handboltahöll. Hér fyrir neðan má sjá áhugavert myndband af framkvæmdunum. Nouveau record pour le @StadePM ? ▶️ 18:00 – 🇫🇷 France – Iceland 🇮🇸#Handball2017 #PhenomenalHandball ... Lesa meira »

Pistill: Þá gæti Lille orðið okkar!

Eftir um það bil tvær klukkustundir mætast Frakkland og Ísland í 16 liða úrslitum á HM en leikið er í Lille í Frakklandi. Búið er að breyta rúmlega 50 þúsund manna knattspyrnuvelli í tæplega 28 þúsund manna knattspyrnuhöll og bendir allt til þess að met verði slegið í aðsókn á einn handboltaleik á stórmóti. Stemmingin í kvöld verður rosaleg! Flestir ... Lesa meira »

Nýtt áhorfendamet þegar yfir 28.000 manns sjá leik Frakka og Íslands

Það er orðið upp­selt á leik Frakka og Íslend­inga sem eig­ast við í stórkostlegri höllinni í Lille, Stade Pier­re Mauroy. Gamalt áhorfendamet frá því í leik Svía og Rússa 1999 í Egyptalandi þar sem 25.000 manns sáu leikinn verður slegið í dag því yfir 28.000 manns munu sjá leikinn í dag og því um nýtt HM met að ræða. Hér ... Lesa meira »

Enn og aftur fáum við Argentísku dómarana

Það verða Arg­entínu­menn­irn­ir, Ju­li­an Grillo og Sebastian Lenci sem munu dæma leik Íslands og Frakklands í dag sem hefst klukkan 17:00. Strákarnir ættu að vera farnir að kannast við þetta dómaratríó því þetta er þriðji leikurinn sem þeir dæma hjá okkur. En Geir Sveinsson hefur meðal annars sagt í viðtölum hjá okkur eftir leiki með þeim að hann sé ekkert ... Lesa meira »

Einungis Aron Rafn og Guðmunur Hólmar sem eiga eftir að skora á mótinu

Markvörðurinn Aron Rafn Eðvaldsson og varnarjaxlinn, Guðmunur Hólmar Helgason eru eini landsliðsmennirnir sem eiga eftir að skora á HM í Frakklandi. Hvorugur þeirra hefur tekið skot á mark andstæðinganna og það verður gaman að sjá hvort það eigi eftir að breytast og allir leikmenn liðsins skori á mótinu. Guðjón Valur er markahæstur ói Íslenska liðinu til þessa með 24 mörk ... Lesa meira »

Hreiðar Levý: „Bjöggi fer jákvæður á koddann“

Hreiðar Levý Guðmundsson fyrrum landsliðsmarkvörður þekkir vel til íslenska liðsins og veit hversu mikilvægt er að hafa góða vörn fyrir framan sig. Við heyrðum í Hreiðari og spurðum hann út í hvernig honum hefði fundist varnarleikur liðsins til þessa á mótinu? „Varnarleikurinn hefur klárlega staðið fyrir sínu í þessu móti. Fannst td. varnarleikurinn virkilega góður í gær á móti Makedóníu, ... Lesa meira »

Myndband: Strákarnir okkar í hrikalega flottum klefa í Lille

Það er óhætt að segja að aðbúnaður verði eins og best verður á kosið fyrir viðureign Frakklands og Íslands í 16-liða úrslitum á HM í handbolta í dag. Leikið er í einu glæsilegasta mannvirki borgarinnar sem venjulega er knattspyrnuvöllur en hefur nú verið breytt í handboltavöll. Klefarnir á vellinum eru afar flottir og Björgvin Páll Gústavsson gaf fylgjendum sínum á ... Lesa meira »

Einungis eitt tap í seinustu fimm leikjum gegn Frökkum

Íslenska landsliðið í handknattleik mætir því franska í 16-liða úrslitum HM í dag. Flestir telja Frakka töluvert sigurstranglegri. Þó svo að íslenska liðinu hafi ekki gengið neitt sérstaklega vel á stórmótum hefur liðinu gengið ágætlega gegn Frökkum. Í seinustu fimm viðureignum liðanna hefur Ísland tvívegis unnið, tvisvar hefur leik lokið með jafntefli og einungis einu sinni hafa Frakkar unnið. Seinast ... Lesa meira »