Í dag er Þriðjudagur 23. janúar 2018
Heim » A landslið karlapage 2

A landslið karla

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDBOLTA ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA

Ljóst að reynslan í Íslenska liðinu þarf að sýna sig annað kvöld

Íslenska landsliðið er í slæmri stöðu í sínum riðli eftir að hafa tapað fyrir Makedóníu í vikunni út og hreinlega verður að fara með sigur á hólmi í Laugardalshöll annað kvöld. Eftir frammistöðu liðsins í Makedóníu er full ástæða að hafa áhyggjur því margt vantaði í íslenska liðið og voru lykilleikmenn langt frá sínu besta. Marvarsla liðsins var langt undir ... Lesa meira »

Fimm marka tap gegn Makedóníu og Ísland komið í erfiða stöðu

Ísland tapaði í kvöld fyrir Makedóníu með 5 mprkum 30-25  í leik þar sem vantaði talsvert á markvörslu íslenska liðsins auk þess sem okkar fremstu leikmenn voru ekki nægilega sterkir. Leikurinn var jafn á öllum tölum fyrstu mínúturnar og staðan 2-2 eftir 5 mínútna leik. Eftir það voru það Makedóníumenn sem voru með frumkvæðið og leiddu með 1-2 mörkum. Staðan ... Lesa meira »

Ísland – Makedónía í kvöld

Í kvöld mætast Ísland og Makedónía í fyrri leik liðanna í undankeppni EM 2018. Liðin eru jöfn að stigum í riðlinum eftir tvo leiki. Ísland vann Tékklandi og tapaði gegn Úkraínu í nóvember á síðasta ári. Leika þarf tvo leiki við hvert land og efstu tvö liðin í riðlinum komast á EM í janúar 2018. Ísland og Makedónía hafa mæst ... Lesa meira »

Björgvin og Stephen verja mark Íslands

Eftir myndatöku og ítarlega læknisskoðun í morgun var ákveðið að senda Aron Rafn Eðvarðsson heim til Íslands til frekari meðferðar. Aron meiddist á hné í leik með liði sínu (SG BBM Bietigheim) á laugardaginn. Það verða því þeir Björgvin Páll Gústavsson og Stephen Nielsen sem standa vaktina í marki íslenska liðsins í leikjunum gegn Makedóníu á fimmtudag og sunnudag. Lesa meira »

Stephen Nielsen kallaður inn gegn Makedóniu

Geir Sveinsson hefur kallað Stephen Nielsen inn í leikmannahóp íslenska landsliðsins fyrir leikina gegn Makedóníu. Stephen kemur til móts við liðið í Þýskalandi í dag og æfir með liðinu seinnipartinn. Aron Rafn Eðvarðsson hefur átt við meiðsli að stríða og er óljóst með þátttöku hans í leikjunum gegn Makedóníu. Íslenska liðið spilar gegn Makedóníu í Skopje á fimmtudaginn og aftur ... Lesa meira »

Úrvalslið allra tíma karlamegin | Tveir eru enn að spila með landsliðinu

Morgunblaðið sem gaf út í gær úrvalslið kvenna frá upphafi gefur út karlaliðið upp í dag en blaðið fékk til sín álitsgjafa sem settu saman bæði þessi lið. Í karlaliðinu eru tveir úr silfurliði Íslands á ÓL í úrvalsliðinu þeir, Ólafur Stefánsson og Guðjón Valur Sigurðsson. Einar Þorvarðarson er besti markvörður allra tíma að mati álitsgjafanna og Guðmundur Hrafnkelsson kemur þar strax á ... Lesa meira »

HM í dag: Átta liða úrslitin fara fram – Hvað gerir Kristján gegn Frökkum?

Fjórir leikir fara fram á HM í handknattleik í dag þegar átta liða úrslitin verða leikin. Einn íslenskur fulltrúi er eftir í keppninni en það er Kristján Andrésson, þjálfari sænska landsliðsins í handknattleik. Í kvöld mætir hann heimamönnum, Frökkum. Þá eru fleiri spennandi leikir á dagskránni eins og sjá má hér að neðan. Kl. 16:00 Noregur – Ungverjaland Kl. 18:00 ... Lesa meira »

Er Ómar Ingi nýja vítaskytta Íslenska landsliðsins?

Hingað til höfum við haft Guðjón Val Sigurðsson fyrirliða sem okkar fremstu vítaksyttu í íslenska landsliðinu en á þessu móti voru það hann ásamt Ómar Inga Magnússyni sem tóku vítaskot íslenska liðsins á HM í Frakklandi. Guðjón Valur tók alls 10 vítaskot á mótinu fyrir Íslandi og skoraði úr 7 þeirra en Selfysingurinn tók alls 8 vítaskot og skoraði úr ... Lesa meira »

Sverre: „Skil þá ákvörðun ekki að skoða ekki fleiri markmenn“

  Sverre Jakobsson fyrrum landsliðsmaður til margra ára og þjálfari Akureyrar í dag lítur björtum augum til framtíðar og segir landslið okkar eiga mikið inni. „Landslið  okkar getur tekið margt gott frá þessu móti og ég í raum kvíði ekki framhaldu með þessa nýju leikmenn sem voru að taka sín fyrstu skref“, Segir Sverre Jakobsson fyrrum landsliðmaður til margra ára ... Lesa meira »

Ásgeir Örn: „Hef oft íhugað að hætta en ætla að gefa kost á mér áfram“

„Það var hundleiðinlegt að hafa tapað þessum leik og ég er sár og svekktur yfir því en maður verður bara nýta það uppá við því mér fannst við sýna á löngum kafla í leiknum fantaleik og veittum þeim verðuga samkeppni“. „Við fórum ekkert á flug þó við fengum góða byrjun, við vildum reyna að nýta okkur það svolítið gegn þeim ... Lesa meira »