Í dag er Þriðjudagur 23. janúar 2018
Heim » A landslið karlapage 10

A landslið karla

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA

Guðmundur Hólmar og Janus hvíldir í gær vegna meiðsla

Guðmundur Hólmar Helgason og Janus Daði Smárason komu ekkert við sögu þegar Ísland vann Angóla á HM í gær. Ástæðan er sú að báðir eru þeir tæpir vegna meiðsla og ákvað Geir Sveinsson, landsliðsþjálfari, því að hvíla þá. Þá spilaði Rúnar Kárason lítið í leiknum en hann hefur verið að kljást við smávæginleg meiðsli. Lesa meira »

HM í dag: Við þurfum að treysta á Spánverja

Sjö leikir eru á dagskránni á HM í Frakklandi í dag. Í B-riðli okkar Íslendinga mætast Spánn og Makedónía í leik sem getur reynst þýðingarmikill fyrir okkur en til þess að Ísland eigi séns á að komast í 3. sæti riðilsins má Makedónía alls ekki vinna. Þá eiga íslensku þjálfararnir allir leik í dag. B-riðill: Kl. 19:45 Makedónía – Spánn ... Lesa meira »

Arnór Þór: „Ég er mjög ósáttur með markmanninn þeirra“

Arnór Þór Gunnarsson hægri hornamaður íslenska landsliðsins var kátur með 14 marka sigur íslenska liðsins á Angóla í dag og sagði liðið hafa verið að spila fanta bolta og þá aðalega verið að standa vörnina vel í fyrri hálfleik, Bjöggi hefði verið að verja vel og hraðaupphlaupin hefðu komið. Þeir hefðu svo gefið eftir fyrstu 10 mínúturnar í seinni hálfleik ... Lesa meira »

Geir Sveinsson: Þetta snýst um að hafa eitthvað í bakhöndinni

„Jú við reyndum það en ég naga mig aðeins að ég hefði viljað hafa muninn stærri upp á markatöluna,“ segir Geir Sveinsson, aðspurður um hvort hann geti ekki verið sáttur við sigurinn gegn Angóla. Þá segist hann ánægður með hugarfar leikmanna. „Algjörlega. Við unnum fyrir okkar. Það sem miður gekk er að við byrjuðum seinni hálfleikinn ekki af sama krafti.“ ... Lesa meira »

Bjarki Már Elísson: Guðjón fyrsti maðurinn að gefa mér fimmu þegar ég skora

Bjarki Már Elísson leikmaður íslenska liðsins var sáttur með það sem hann sá frá liðsfélögum sínum í kvöld þegar íslenska liðið sigraði Angóla stórt. Bjarki fékk að spila í vinstra horninu og sat því ekki á bekknum allan tíman og hann var sátttur með sína frammistöðu. Við reyndum að gera smá at í honum og spurðum hvort hann hefði ekki ... Lesa meira »

Kári Kristján: Mér líður eins og Ungfrú Snæfells og Hnappadalssýslu

„Við erum rosalega ánægðir með þetta. Það er léttir að fá tvo punkta og nú er allt undir gegn Dónunum í næsta leik,“ sagði Kári Kristján Kristjánsson eftir sigurinn gegn Angóla í kvöld. Þá samsinnir hann því að lið Angola minni eilítið á kvikmyndina Cool Runnings „Já nema að þeir unnu ekki eins og í Cool Runnings.“ Kári skoraði sitt ... Lesa meira »

Guðjón Valur: „Ég vill fá þá sem gagnrýna í búninginn og á gólfið“

Fyrirliði íslenska landsliðsins ræddi við okkur eftir öruggan 14 marka sigur á Angóla á HM í kvöld og hann sagðist sáttur með það sem liðið hefði sýnt á vellinum. Guðjón sagði það vera sérstakt að spila á móti liði eins og Angóla en menn hefðu náð í það sem þeir vildu í upphafi. Við spurðum svo Guðjón út í það ... Lesa meira »

Tölfræðimolar úr sigrinum gegn Angóla

Íslenska liðið sigraði Angóla með 14 mörkum, 33-19 og innbirti þar með sinn fyrsta sigur á þessu HM móti. Frammistaða liðsins var yfir heildina góð og menn héldu fullri einbeitningu allan leikinn. Íslenska liðið var með alls 70% skotnýtingu úr þessum leik og í fyrri hálfeik var liðið með alls 56% markvörslu og skotnýting liðsins með ágætum úr fyrri hálfleiknum ... Lesa meira »

Björgvin Páll: „Ég hef verið að gefa þessi Adidas úr“

Björgvin Páll Gústavsson markvörður íslenska landsliðsins var að vonum kátur eftir að fyrsti sigur Íslands var í hús á HM í ár. Björgvin stóð sig vel í markinu og var með 46% markvörslu en aðspurður hvort hann hefði verið að lesa lið Angóal vel fyrir leikinn sagði Björgvin það vera afskaplega erfitt að lesa lið eins og Angóla. Þetta væri ... Lesa meira »