Í dag er Mánudagur 22. janúar 2018
Heim » Innlent » A landslið karla » A-landslið karla | Strákarnir byrjuðu Gjensidige Cup á tapi

A-landslið karla | Strákarnir byrjuðu Gjensidige Cup á tapi

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA

Íslenska karlalansdsliðið byrjaði æfingamótið, Gjensidige Cup í Noregi með tapi á móti heimamönnum 36-30 í kvöld.

Íslenska liðið hélt í við Norðmenn fyrstu mínúturnar og eftir að jafnt hafði verið á tölum í fyrstu stungu nroðmenn af. Íslenska liðið var án stórra lykilmanna sem ekki taka þátt í mótinu en 6 nýliðar eru í landsliðshópnum að þessu sinni.

Staðan í  hálfeik var 19-15 heimamönum í vil og þann mun náðu íslensku strákarnir aldrei almennilega að minnka í seinni hálfleik. Það er ljóst að liðið þarf að spila mun sterkari varnarleik enda ekki oft sem það fær á sig 36 mörk.

Stephen Nielsen og Sveinbjörn Pétursson stóðu mili stanganna í oleiknum og vörðu alls 15 skot.

Mörk Íslands:
Ómar Ingi Magnússon 8, Ólafur Guðmundsson 6, Theodór Sigurbjörnsson 3, Arnar Freyr Arnarsson 3, Tandri Már Konráðsson 3, Vignir Stefánsson 2, Kári Kristján Kristjánsson 2, Gunnar Steinn Jónsson 2, Ýmir Örn Gíslason 1.

 

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA
Athugasemdir