Í dag er Þriðjudagur 23. janúar 2018
Heim » Innlent » 1.Deild Karla » 72 ára og mun spila í 1.deildinni

72 ára og mun spila í 1.deildinni

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA

Sveinbjörn Ragnarsson

Sveinbjörn Ragnarsson hefur skrifað undir hjá Hvíta Riddaranum og mun taka slaginn í 1.deildinni með þeim í vetur.

Það er svo sem ekki frásögu færandi nema að Sveinbjörn verður sennilega elsti leikmaður til þess að leika handknattleik í deildarkeppni á Íslandi, 72 ára gamall.

Sveinbjörn er búinn að vera markvörður í 42 ár og var lengst af markvörður hjá Þrótti og spilaði meðal annars með Sigurði Sveinssyni og fleirum.

Síðustu ár hefur hann spilað í Mosfellsbænum og var meðal annars í marki Aftureldingar með Sebastian Alexanderssyni á sínum tíma.

Viðtal við Sveinbjörn sem tekið var á Fimmeinn þegar hann var 70 ára má sjá HÉRNA

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA
Athugasemdir