Í dag er Föstudagur 24. nóvember 2017
Heim » Innlent » A landslið karla » Gummi Gumm reynir að bæta í verðlaunasafnið

Gummi Gumm reynir að bæta í verðlaunasafnið

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA

Guðmundur Guðmundsson er að fara inn í sitt síðasta stórmót sem landsliðsþjálfari Dana en og fer hann einnig inn í mótið sem ríkjandi Ólimpíumeistarar. Gummi sem hefur þurft að berjst svo nokkuð á móti straumnum í starfi sínu sem þjálfari sýnsi nokkuð óvenjulega hlið á sér þegar hann felldi niður allar æfingar liðsins milli jóla og nýárs og kom liðið því saman fyrst á nýja árinu.

Leikmenn liðsins eru mjög ánægðir með þá ákvörðun Guðmunds að hætta við æfingarnar milli jóla og nýars en eins og allir vita er mikið álag á handboltamönnum í dag og gæti þessi ákvörðun reynst góð til þess að halda mönnum frískum á því erfiða móti sem framundan er.

Guðmundur hefur skorið hóp sinn niður í 19 menn og þar af eru einir fjórir ungir leikmenn sem ekki hafa farið áður á stórmót og eitthvað sem bendir til þess að Gummi sé að reyna að fríska aðeins upp á liðið með ungum og hungruðum leikmönnum. Einnig er vert að nefna það að í þessu liði má finna tvö pör að bræðrum en það eru Henrik og Rene Toft Hansen og Niklas og Magnus Landin.

Það má benda fólki á að fylgjast vel með þessum nýju leikmönnum þá sérstaklega tveimur af þeim en það er stórskyttan Lasse Anderson sem er þrátt fyrir ungan aldur nú þegar orðin leikmaður FC Barcelona en hinn leikmaðurinn er önnur stórskytta Niclas Krikeløkke en hann gæti verið lausnin við hægri skyttu vandmáli Dana síðustu ár.

Þrátt fyrir að vera ríkjandi Ólimpíumeistari þá er Gummi með báðar lappir á jörðinni og minnir fólk á að það gull gefur þeim ekki sjálfkrafa HM gull og þar af leiðandi segir Gummi að fyrsta markmið sé að vinna riðillinn sinn, til þess að gefa liðinu bestan útgangspunkt fyrir útsláttarkeppinna sem við tekur eftir riðilinn. Hann nefnir þó að allt liðið sé hungrað í að vinna fleiri gullmedalíur.

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA
Athugasemdir