Í dag er Sunnudagur 23. júlí 2017
Heim » 1. deild karla

1. deild karla

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA

Davíð Svansson ver mark Hvíta Riddarans í vetur

Davíð Svansson  hef­ur skrifað und­ir eins árs samn­ing við hand­knatt­leiks­deild Hvíta Riddarans. Hann kem­ur til fé­lags­ins frá Aftureldingu. Davíð var búinn að gefa það út að hann væri hættur í handknattleik og myndi snúa sér alfarið að þjálfun en hann er og verður áfram með kvennalið Aftureldingar ásamt Haraldi Þorvarðarssyni. Hvíti Riddarinn mun leika í 1. deildinni á komandi tímabili, ... Lesa meira »

KA samdi við Færeyska örvhenta skyttu

Handknattleiksdeild KA hefur gert samning við unga og efnilega örvhenta skyttu frá Færeyjum. Sá heitir Áki Egilsnes og er fæddur árið 1996. Áki kemur til liðs við KA frá VÍF í Færeyjum, en þar áður lék hann með TMS Ringsted í næst efstu deild í Danmörku. Áki er gríðarlega öflug og efnileg skytta, 187 cm á hæð og aðeins 21 ... Lesa meira »

Friðgeir Elí í HK

HK hefur samið við Friðgeir Elí Jónasson til tveggja ára. Friðgeir er örvhent skytta, uppalin í Gróttu en lék með KR á síðastliðnu keppnistímabili. HK bindur miklar vonir við Friðgeir innan vallar sem utan, enda reynslumikill leikmaður sem passar vel inn í ungt og efnilegt HK-liðið. Við bjóðum Friðgeir velkominn i HK fjölskylduna. Á myndinni eru Jón Gunnlaugur þjálfari meistaraflokks ... Lesa meira »

Sigurjón Friðbjörn dregur fram skóna og semur við HK

Sigurjón Friðbjörn Björnsson hefur samið við HK um að leika með meistaraflokki karla á næsta tímabili. Sigurjón, sem er örvhentur hornamaður, er reynslumikill leikmaður sem var meðal annars í Íslandsmeistaraliði HK 2012 og Bikarmeistaraliði ÍR 2013. Sigurjón Friðbjörn lagði skóna á hilluna í fyrravetur og þjálfaði meistaraflokk kvenna hjá ÍR en sagði starfi sínu lausu þar eftir tímabilið. Það er ... Lesa meira »

Lokahóf HSÍ | Öll verðlaun kvöldsins

Á lokahófi HSÍ  sem var haldið í kvöld voru að venju veitt verðlaun fyrir framúrskarandi árangur á líðandi tímabili. Í ár var að sjálfsögðu engin undantekning og í mikilli stemningu sem enn stendur yfir í Gullhömrum í Grafarvogi voru leikmenn kallaðir á svið ásamt dómurum og þjálfurum. Hér að neðan má sjá þá leikmenn og dómara sem valdir voru bestir ... Lesa meira »

Árni Þór Sigtryggsson sagður á heimleið að taka við Akureyri

Árni Þór Sigtryggsson leikmaður Aue í þýsku B-deildinni gæti verið á heimleið en samkvæmt heimildum Fimmeinn hefur handboltafélag Akureyrar rædd við hann um að koma heim og vera spilandi þjálfari liðsins. Árni er Þórsurum vel kunnugur en hann er uppalinn í félaginu og spilaði með þeim áður en hann hélt suður og spilaði með Haukum en þaðan lá leiðin erlendis ... Lesa meira »

Sverre og Stefán verða saman með KA

Samkvæmt þeim heimildum sem Fimmeinn hefur mun Sverre Jakobsson þjálfari Akureyrar ganga til liðs við KA menn og vera með Stefáni Árnasyni sem var ráðinn þjálfari liðsins á dögunum. Handboltafélag Akureyrar er eða hefur verið í viðræðum við Sverre en það eru KA menn einnig og samkvæmt því sem Fimmeinn kemst næst verður Sverre í liði KA næsta vetur og ... Lesa meira »

Penninn búinn að vera á lofti hjá Handboltafélagi Akureyrar

Akureyri Handboltafélag eru eins og KA menn að safna saman leikmönnum fyrir komandi tímabil í 1.deild karla og það er óhætt að segja að penninn hafi verið á lofti undafarið. Akureyri hefur verið að tryggja sér leikmenn sem spiluðu fyrir félagið í fyrravetur og því ljóst að það er verið að vinna hratt í þeim málum áfram. Hér að neðan ... Lesa meira »

Stálmúsin skrifaði undir hjá KA

Andri Snær Stefánsson, fyrirliði Akureyri Handboltafélags, hefur ákveðið að snúa aftur heim og taka slaginn með KA í 1. deildinni næsta vetur. Það þarf ekki mörg orð um ágæti Andra Snæs, hvorki innan né utan vallar. Andri hefur gegnt fyrirliðastöðu Akureyri Handboltafélags undanfarin ár og var m.a. valinn besti leikmaður liðsins á síðasta tímabili og er leikjahæsti leikmaður í sögu ... Lesa meira »

Daði Jónsson í KA

Daði Jónsson hefur tekið ákvörðun um það að leika með KA á komandi tímabili í 1. deildinni Daði og KA komust að samkomulagi nú í kvöld og er Daði mikill fengur fyrir KA. Daði lék sitt fyrsta tímabil með meistaraflokki í vetur en hann er fæddur árið 1997. Daði er uppalinn KA-strákur og kom eins og klettur inn í vörn ... Lesa meira »